sports change lives

Við viljum taka þátt í að efla íþróttastarf. Sportabler hugbúnaðurinn eykur skilvirkni í skipulags- og samskiptamálum. Við bjóðum einnig upp á kennsluefni fyrir þjálfara, leikmenn og foreldra til að styðja við þjálfun jákvæðra gilda og persónuleikaþátta í gegnum íþróttir.

Um okkur

Innskrá

Skráning í flokk með kóða

Hvað segja þjálfararnir?

Hákon Sverrisson

yfirþjálfari yngriflokka í knattspyrnu hjá Breiðablik
Hákon Sverrisson

Sportabler Organiser hefur verið algjör bylting fyrir okkur, kerfið sparar þjálfurum okkar mikinn tíma í hverri viku við skipulagningu og samskipti í tengslum við íþróttastarfið. Viðburðastjórnun og utanumhald um mætingu leikmanna er allt mun skilvirkara en áður. Viðtökur foreldra og iðkenda hafa verið mjög góðar og er fólk sammála um að Sportabler auðveldi til muna að hafa yfirsýn yfir æfinga- og leikjaplanið.

Andri Fannar Stefánsson

yfirþjálfari yngriflokka í knattspyrnu hjá Val
Andri Fannar Stefánsson

Ég mæli eindregið með Sportabler, kerfið einfaldar allt utanumhald íþróttastarfsins og sparar okkur þjálfurunum mikinn tíma. Foreldrar eru betur upplýstir um dagskrá barnanna sinna og öllum þessum dæmigerðu skilaboðum og tilkynningum um tímasetningar, staðsetningar og mætingu hefur fækkað til muna. Við sjáum marga möguleika með Sportabler og munum taka þátt í þróun kerfisins á næstu árum.

Um Sportabler

Skipulagt íþróttastarf er frábær undirbúningur fyrir lífið og oft á tíðum upphafið að dýrmætum vináttuböndum. Í íþróttum lærir maður meðal annars um sigra, mótlæti, þrautsegju og samskipti við aðra.

Á íslandi er almennt unnið frábært starf innan íþróttahreyfingarinnar. Fagmennska og hugsjón einkennir þá sem koma að starfinu, enda almennt mikil vitund um samfélagslegt mikilvægi íþrótta hér á landi. Sportabler er viðbót við íþróttastarfið og viljum við bæta starfsumhverfi allra hópa sem koma að íþróttahreyfingunni.

Markmið Sportabler er fyrst og fremst að íþróttastarfið hjálpi sem flestum iðkendum að tileinka sér gildi og jákvæðar venjur sem veganesti fyrir lífið, ásamt því að iðkendur njóti þess að stunda íþróttir og rækta félagsleg tengsl við aðra.

Að baki Sportabler kemur saman fagfólk úr íþróttaheiminum og er hugbúnaður og kennsluefni unnið í samvinnu við íþróttafélög, stofnanir, þjálfara og sálfræðinga á Íslandi.

í sameiningu gerum við gott íþróttastarf enn betra.

Valur og Sportabler
Breiðablik og Sportabler

Vörurnar okkar

Undirbúningur fyrir lífið

Flestir sem koma að skipulögðu íþróttastarfi barna og unglinga gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegs þáttar þess. Hinsvegar skortir oft faglega leiðsögn um hvernig eigi að þjálfa persónuleika og rækta gildi með markvissum hætti í gegnum íþróttastarfið.

Sportabler Organiser

Sportabler Organiser er vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga.

Náðu í appið

Download Sportabler on the AppStoreGet Sportabler on GooglePlay

Langar þig að vita meira?

Bakhjarlar og stofnanir

Fyrir utan allt það góða fólk sem hefur hjálpað okkur frá upphafi þá hafa stofnanir og fyrirtæki stutt við bakið á Sportabler. Við erum afskaplega þakklát fyrir stuðninginn og samstarfið.

Tækniþróunarsjóður Íslands er stærsti bakhjarl Sportabler, við höfum einnig hlotið styrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Lýðheilsusjóði. Þá eigum við í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem m.a. hefur unnið með okkur að gerð kennsluefnisins um gildi og jákvæða persónuleikaþætti.

Fyrirtækið Enor eflir Sportabler. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Enor - Framsækið endurskoðunarfyrirtæki
Háskólinn í Reykjavík
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Rannís - Tækniþróunarsjóður
Embætti Landlæknis