HeimSportabler Logo

Friðhelgistefna

Síðast uppfærð: 26. mars, 2018

Abler ehf.
Borgartún 27
105 Reykjavik
Iceland

Abler ehf. gerði Sportabler-appið og vefsíðuna og nefnist á þessari síðu „við“ „okkur“ eða „okkar“. Við sjáum um rekstur Sportable-appsins og www.sportabler.com vefsíðunnar sem nefnist „Þjónustan.“ Á þessari síðu eru upplýsingar um stefnu okkar varðandi söfnun, notkun og birtingu persónuupplýsinga þegar þú notar þjónustu okkar. Við notum persónuupplýsingar þínar til að veita og bæta þjónustuna. Með notkun þjónustunnar samþykkirðu varðveislu og notkun upplýsinga samkvæmt þessari stefnu. Við munum ekki nota eða miðla upplýsingum þínum með öðrum en þeim sem lýst er í þessari stefnu. Hugtökin sem notuðu eru í þessari friðhelgistefnu hafa sömu merkingu og í ákvæðum og skilmálum okkar sem aðgengilegir eru á www.sportabler.com nema annað sé tekið fram.

Varðveisla og notkun upplýsinga

Til að þjónustan nýtist betur kunnum við að óska þess að þú eða félagið/sambandið þitt veiti okkur tilteknar auðkennanlegar og óauðkennanlegar persónuupplýsingar. Við söfnum óauðkennanlegum upplýsingum sem tiltækar með vefskoðurum og netþjónum, s.s. tegund vefskoðara, valið tungumál og dagsetning og tími hverrar heimsóknar. Enn fremur varðveitum við IP-tölur. Þessar upplýsingar hjálpa okkur að skilja betur hvernig notendur vilja nýta þjónustu okkar. Flestir notendur kjósa samskipti við okkur þar sem við þurfum að fá persónugreinanlegar upplýsingar til að geta veitt þjónustuna, þar á meðal en takmarkast ekki við nafn, netfang, símanúmer, kennitölu (þar sem það á við) fjölskyldutengsl (þar sem það á við), staðsetningu viðburða, mætingartölur. Við varðveitum þessar upplýsingar og notum þær eins og lýst er í stefnunni. Ef þú ert yngri en 13 ára skaltu ekki veita neinar persónugreinanlegar upplýsingar á vitundar og heimildar foreldris eða forráðaaðila. Ef þú vilt eyða aðgangi þínum og öllum upplýsingum honum tengdum skaltu hafa samband við okkur í sportabler@sportabler.com. Þegar við höfum staðfest að þú ert eigandi aðgangsins og/eða þú hefur umráð yfir honum getum við eytt varanlega öllum upplýsingum sem honum tengjast meðan þjónustan var notuð.

Skráargögn

Þegar þú notar þjónustu okkar, ef villa verður í appinu, þá söfnum við gögnum og upplýsingum (gegnum vörur þriðju aðila) á síma þínum sem nefnast skráargögn. Þar eru upplýsingar um IP-tölu tækisins þíns, heiti tækis, stýrikerfisútgáfa, stillingar appsins við notkun á þjónustu okkar, tími og dagsetning notkunar og aðrar tölur.

Vefkökur

Vefkökur eru skrár með litlu gagnamagni sem notaðar eru til nafnlausrar einkvæmrar auðkenningar. Vefsíðan sem þú notar sendir vafranum þínum þær og þær eru vistaðar í innra minni tækisins þíns. Þessi þjónusta notar ekki beinlínis „vefkökur“. En appið kann þó að nota kóða þriðja aðila og söfn sem nota „kökur“ til að safna upplýsingum og bæta þjónustu sína. Þú getur valið um að samþykkja eða hafna þessum kökum og vita hvenær kaka er send í tækið þitt. Ef þú velur að hafna kökunum okkar er mögulegt að þú getir ekki notað suma hluta þessarar þjónustu.

Þjónustuveitendur

Við getum beitt eða notað þjónustu þriðju aðila eins og Google Analytics sem safna, fylgjast með og greina þessar upplýsingar sem þjónustan safnar til að auka virkni þjónustunnar. Við viljum upplýsa notendur þjónustunnar að þessir þriðju aðilar kunna að hafa aðgang að persónuupplýsingum þínum til að geta sinnt þeim verkefnum sem þeim eru falin fyrir okkar hönd. Þó er þeim skylt að birta ekki eða nota upplýsingarnar í neinum tilgangi og hafa sína eigin friðhelgistefnu varðandi notkun á slíkum upplýsingum.

Öryggi

Okkur er annt um öryggi persónuupplýsinga þinna og við kappkostum að fylgja og viðhalda skynsamlegum og viðskiptalega fullnægjandi öryggisreglum og starfsháttum í samræmi við eðli upplýsinganna sem við varðveitum til að verja þær fyrir óheimilum aðgangi, eyðingu, notkun, breytingum eða birtingu. Þó ber að hafa í huga að engin flutningsleið á netinu eða rafræn vistun er 100% örugg og við getum ekki ábyrgst algert öryggi persónuupplýsinga þinna sem við höfum fengið hjá þér.

Tenglar á aðrar síður

Þjónustan getur innihaldið tengla á aðrar síður. Ef þú smellir á tengil þriðja aðila verður þér beint á þá síðu. Athugaðu að við rekum ekki þessar síður. Við hvetjum þig eindregið til að skoða friðhelgistefnu þessara síðna. Við höfum engin umráð yfir þeim og tökum enga ábyrgð á efni þeirra, friðhelgistefnu eða starfsemi vefsetra þriðju aðila eða þjónustu þeirra.

Samskipti

Við kynnum að nota persónuupplýsingar þínar til að senda þér fréttabréf, markaðsefni eða kynningarefni og aðrar upplýsingar sem þú gætir haft áhuga á. Þú getur hafnað því að fá þessar sendingar frá okkur með því að smella á tengilinn Hætta áskrift eða fara eftir leiðbeiningum í tölvuskeyti frá okkur eða með því að hafa samband við okkur.

Breytingar á friðhelgistefnunni

Friðhelgistefna þessi gildir frá 26. mars 2018 og verður í gildi nema breytingar verði á ákvæðum hennar síðar sem taka þá gildi eftir birtingu þeirra á þessari síðu. Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra eða breyta friðhelgistefnu okkar hvenær sem er og þú ættir að kynna þér hana reglulega. Ef þú heldur áfram notkun á þjónustunni eftir birtingu okkar á breytingum á friðhelgistefnunni telst þú hafa staðfest breytingarnar og samþykkt að hlíta og virða breytta friðhelgistefnu.

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningar eða ábendingar varðandi friðhelgistefnuna skaltu hafa samband við okkur á sportabler@sportabler.com